Er lífið ekki bara svona??

Já það er sko mart sem búið er að gerast í mínum hugar heim upp á síðkastið. Hef mikið verið að hugsa um tilgang lífsins og hve ólíkur maður er mörgum. Þá er ég aðallega að hugsa um eins og td. Karolínu og mig.

Það sem sló mig dálitið var hversu ósjálfbjarga hún er. Eins og að stundum verði að færa henni heiminn á silfur fati til að hún geti höndlað það að vera lifandi. Tók vel eftir því fyrir stuttu hvað það er ekkert öryggi í henni. Kannski hún hefði bara ekki átt að koma ef hún er ekki tilbúin til að horfast í augu við raunveruleikan. Seigir svo að lífið mitt sé svo fullkomið og æðislegt. Ég var nú fljót að leiðrétta þá vitleysu í henni. Og tók svona ævintýralega útgáfu af ævinni minni. Henni fannst það alveg nóg en hætti samt ekki að kvarta. Og svo þetta að þurfa að vera samvaxin kallinum sínum ekki bara á mjöðm heldur allstaðar annarstaðar líka. Ég var ekki að fíla það að fara út með mínum hellst ekki til að fara á eitthvað pöbba rölt. Var heldur bara heima eða fór á djammið með mínum vinkonum. Ekki eins og maður fengi ekki nóg af honum alla aðra daga.

Skil ekki heldur þetta hugsunarleysi. Fyrst helt ég bara að það væri því hún er ung ennþá og ekki búin að upplifa mart sem fylgir lífinu. Nei það er kallinn sem stjórnar henni alveg. Hún má ekki tala við aðra menn nema að hann leifi henni það hér um bil. Þá er ég að tala um þá sem þau þekkja ekki. Var líka þvílíkt prob að kíkja með strákonum til þeirra. Annað sem mér er illa við kallanna er hve óöruggir þeir eru. Þeir verða að vera með allt under controle annars er bara himin og jörð fallinn. Ég er bara alveg að vera búin að fá nóg af þessu. Held að ég taki mér fljótlega pásu.

Það er svo mikið frelsi að vera kominn út á vinnumarkaðinn aftur. Svakalega erfitt en krefjandi og áhugavert og síðan að detta af stólnum stundum er bara gaman að vera lifandi. Þó svo að ég hafi aldrei verið neitt mikið fyrir blondínur.. Ætli þörfin sé bara ekki orðin all íllileg eða eitthvað.

Skemmti mér alveg ágætlega um helgina. Kíkti aðeins út á lífið með vinkonu minni á föstudag. Var allt í lagi. Hefði kannski mátt drekka aðeins minna af kaffi, reyna aðeins minna og hætta að pæla í hvað karlmenn geta verið leiðinlegir í glasi. En stundum er bara nauðsynlegt að fá smá útrás á þá.

Ég var búin að bíða svo lengi eftir að komast hingað inn til að blogga aðeins. Þá man maður ekki helminginn af því sem maður ætlaði að skrifa... Jæja svona er lífið.. Ojá smá breytingar í vændum hjá mér fljótlega  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband