Þessir kallar!!

Jæja þá er ég og kallinn minn loksins saman aftur. Líka búin að bíða alveg heillengi eftir skrattanum. Haldið þið ekki að hann hafi byrjað á því að stökkva á mig og kyssa mig þessum þvílíkt blautu kossum sínum. Mér fannst það nú alveg nóg og reyndi eftir bestu getu af íta honum af mér. En nei með því að gera það kom upp einhver púki í kallinum og fór að reyna að rífa utan af mér peisuna mína. Ég ætlaði sko ekki að láta hann komast upp með eitthvað þannig svo auðvitað ítti ég honum af mér og sagði honum að róa sig aðeins. Það gekk náttúrulega ekki svo ég bara leifði honum að leggjast á mig og kyssa mig meira. Alveg ótrúlegt hvað hundar eru líkir karlmönnum..

Þá er þessi vinnuvika búin hjá mér. Ætti kannski ekki vera að tala um eitthverja vinnu viku en á móti vinn ég alla helgina sem er bara fínt. Líka gott að rústa ekki rútínunni hjá mér. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað það er nauðsynlegt að hafa rútínu á lífinu fyrr en ég fór að vinna aftur. Jú ég er svo þreytt stundum að ég er dofin og pirruð í den sammen. En djöfull líður mér vel. Ef ég hefði gert mér grein fyrir því hvað þessi litli hlutur er mikilvægur fyrr kannski hefði ég ekki dottið svona ílla á rassinn..

Það er dálitið leiðinlegt að sjá hvernig fólk hagar sér. Ekki það að ég er eitthvað fullkomin alls ekki svo langt því frá. Illa gallaður hlutur hérna. Læknirinn minn getur allavega refseftað því. En það sem ég er að tala um er þegar fólk heldur að aðrir sjá þær/þá ekki. Auðvitað væri gaman að geta séð allt og vitað allt en hver myndi þá vera tilgangurinn með þessu öllu saman. Á maður ekki að þroskast og þróast í takt við tíðarandann hverju sinni.

Bara smá pælingar eftir þessa törn hjá mér. Annars hefur hinn kallinn það alveg ágæt og er búin að bóka farið heim aftur. Get ekki beðið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband